Einn flottur sem gein yfir Black Ghost sunurst

VoV fór í sína vorlegu vísiteingu á sjóbirtingsslóðir austur í Skaftafellssýslu. Komið var við á færri stöðum, enda var VoV fyrr á ferðinni en endranær og mikið og vel selt á þessum tíma. Um tíma riðlaðist sala nokkuð hjá leigutökum, en svo tóku veiðimenn við sér og hafa flykkst á veiðislóðir.

Búið að setja í einn 70 cm í Feðgum. Myndir eru allar frá Jóni Eyfjörð.
Svona var umhorfs í Meðallandinu á þriðjudagskvöldið.

VoV lagði í‘ann að kvöldi þriðjudags og varð lítt úr veiðum. Eftir gistingu Við Eldvatn fór miðvikudagurinn í að skoða ýmsar fáfarnar og lítt þekktar eða troðnar slóðir. Ekki verður farið nánar út í það, það gekk upp og ofan. En Skírdegi lauk við Eldvatn og þar var veiði góð, enda skilyrði orðin betri heldur en á miðvikudaginn. Þá skein sól í heiði en menn hófu veiðar Þá i 3 stiga frosti, en luku veiðum í þriggja stiga hita síðdegis. Í dag var hægur vindur, hlýtt og skýjað.

Veitt í blíðviðrinu áa miðvikudaginn.

Sex var landað í Eldvatni, nokkrir misstir. Allt vænir fiskar. Feðgar og Hundavað voru heitust staðirnir, en í vor hefur fiskur verið um alla á, ekkert farinn að safnast í neðstu staði eins og oft þegar vorar betur. Birtingarnir tóku nokkuð hefðbundið safn flugna, Black Ghost hefðbundinn, Black Ghost Sunburst og Nobbler.