Fnjóská í vikunni, þarna má sjá hvílíkt foráttuvatn er í ánni. Myndin er af FB síðu Flúða.

Búið er að opna Fnjóská, það var gert á þjóðhátíðardaginn og var fyrsti laxinn ekki lengi að skila sér á land. En áin er í foráttuvexti með allan snjóinn í fjöllunum og hlýindin síðustu daga.

Á FB síðu Flúða, leigutaka Fnjóskár segir: „Stjórnarmenn opnuðu Fnjóská, sem var ekki árennileg, bæði lituð og vatnsmikil, eða ca. 180 rúmmetrar á sekúndu. Til samanburðar er sumarrennsli árinnar 30-40 rúmmetrar. Fyrsti laxinn kom 17. júní þegar Brynjar Örn Baldvinsson landaði 92 cm hæng,sem tók spón á Malareyrinni. Annar lax elti á Malareyri og menn urðu varir við lax í Kolbeinspolli.“