„Allt vaðandi“ í hnúðlaxi

Dílarnir á sporðinum leyna sér ekki. Mynd Cezary.

Í framhaldi af frétt okkar um hnúðlaxa í ám um land allt, ræddum við í kvöld við stórveiðimanninn Cezary Fijalkowski sem sagði farir sínar ekki sléttar eftir veiðitúr í Sogið fyrr í vikunni. Vaðandi hnúðlax „úti um all“, eins og hann komst að orði.

Cezary var að að veiða á efstu svæðum Sogsins, bæði að vestan og austan, í Bíldsfelli og Syðri Brú. „Ég fékk engan lax, en landaði sex hnúðlöxum. Sá a.m.k. fimmtíu hnúðlaxa, kannski fleiri. Þeir voru úti um allt, ég hef aldrei séð svona mikið af hnúðlaxi á Íslandi á einum tilteknum stað. Mjög skrýtin upplifun. Hnúðlaxinn var báðu megin, en meira þó Bíldsfellsmegin, stór torfa,“ sagði Cezary.