Glæsilegur birtingur úr Tungufljóti, myndin er af FB síðu Jóns Ásgeirs Einarssonar.

Það er hægt að veiða aftur á Íslandi eftir djöfullegan helgarhvellinn. Þó, þrátt fyrir blíðskaparveður í dag bar við að árvatn væri mjög kalt eftir kaldar nætur. En þrátt fyrir rysjótta tíð hefur veiðin verið afar góð þegar menn hafa getað staðið við.

Myndin sem fylgir þessu rændum við af FB síðu Jóns Ásgeirs Einarssonar og er frá Syðri Hólma í Tungufljót. Þar hefur veiðst vel þegar viðrað hefur til þess. Jón og félagar veiddu vel og fengu m.a. rígvæna fiska eins og myndin bendir til. Þá bárust fregnir af stórveiði í Tungulæk, holl númer tvö eftir að fyrsta hollið gat vart hreyft sig vegna veðurs. Holl númer tvö landaði tæplega hundrað fiskum, en síðasti morguninn lenti inn á dásamlegu veðri síðasta sunnudags. Lækinn lagði þá, sem eins og við gátum um, er afar sjaldgæfr með Tungulæk. En nú er þar allt með felldu á ný og vel að veiðast. Þeir sem voru í holli tvö voru með margar 75-80 birtinga. Fiskur var um alla á, ekki bara neðst og neðarlega. Það stafar af köldu vori og líklegt að það viti á að vorvertíðin geti staðið lengur en vant er miðað við „venjulegt“ árferði.