Garganr Guðberg veifar höndunum í fögnuði, ´Óli Pétur sýnir linsunni fiskinn.

Fregn sem okkur barst um ónothæfar aðstæður við Fossála voru líklega aðeins ofauknar. Í það minnsta gramdist þeim sem voru mættir og reyndu samt. Og: Þeir fiska sem róa. Jafnvel eftirminnilega!

Sum sé, menn voru mættir austur og við þeim blasti klakabreiður og úlfúðlegt veður. En feðgarnir Óli Pétur og og Ragnar Guðberg fóru í allar preysur og úlpur tiltækar. Í hyl n5 15 var þung og mikil taka á Dentistinn. Aðeins fluga leyfð þarna að vori, en vorveiði hefur ekki verið í boði um árabil í Fossálum. Það fór ekki á milli mála, drengurinn var með stöngina og við tókorrusta við 93 cm birting sem náðist að landa og sleppa aftur farsællega. 93 cm birtingar eru meðal þeirra stærstu sem veiðast hér að jafnaði, hvort heldur er vor eða haust og við höfum ekki enn frétt af stærri fiski þetta vorið, hvað sem síðar verður.