Tungufljót, Sigurberg Guðbrandsson
Stórfiskur úr Tungufljóti. Mynd Sigurberg Guðbrandsson.

Við vorum með sautján í dag, skilyrðin voru ekki upp á það besta, allt of bjart og stillt. Það kemur niður á tökunni,“ sagði Sigurberg Guðbrandsson sem var meðal þeirra sem opnuðu Tungufljót í dag.

Tungufljót, Sigurberg Guðbrandsson. Sigurður Marcus Guðmundsson
Sigurður Marcus Guðmundsson landaði þessum 83 cm hæng, en hann hefur séð betri daga! En honum var sleppt og verður eflaust gæilegur á komandi hausti. Mynd Sigurberg Guðbrandsson.
Tungufljót, Sigurberg Guðbrandsson, Kristinn Gunnarsson
Kristinn Gunnarsson með 77 cm birtingshrygnu úr Syðri Hólma. Mynd Sigurberg Guðbrandsson.

Sigurberg tjáði okkur að lítið hefði orðið vart við fisk frá brú og þar fyrir ofan, allur fiskurinn virtist vera á hefðbundnum stöðum þar neðan við, í Syðri Hólma og á Flögubökkum þar fyrir neðan. „Þetta voru fínir fiskar í bland, þrír yfir 70 cm og einn sem var 83 cm. Hlökkum til að sjá hvernig þetta fer á degi tvö,“ bætti Sigurberg við í kvöld.