Arnar Óskarsson með alvöru tröllkarl. Mynd GÓ.

Eftir sérstaka opnun í Geirlandsá áfimmdudag þar sem fiskur fannst loks eftir nokkra leit, vissu menn hvert skyldi haldið þegar þeir kláruðu sína veiði í gær.

Aldeilis vel haldinn og vænn geldfiskur úr Geirldsá í gærdag.

Gunnar Óskarsson formaður SVFK varð fyrir svörum: „Við fórum af stað á seinni vaktinni í dag (í gær). Morguninn fór í tiltekt og þau verk sem þarf að vinna svo upplifunin verði sem best fyrir þá sem eiga eftir að koma til veiða. Við settum í 48 stk þessa seinni vakt, geldfiskur og hrygningarfiskur í bland. Stærst var 89 cm, 88 cm og 85 cm. Black Ghost í nokkrum útfærslum gaf megnið af þessum afla.“ Sum sé, frábær opnun í Geirlandsá og nóg af fiski.