Bugða
Kominn á land, falleg lítil hrygna sem synti spræk aftur útí á stuttu seinna.

Ellefu eru komnar og tvær, Laxá í Kjós og Affall í Landeyjum eru líklegar, Kjósin raunar örugg, vantaði ellefu þann 26.9 og bara í dag á lokadegi hafði frést við lok dags um eina stöng með þrjá um miðjan dag og tvær með tvo hvor í lok dags, en lokadagur þar var í dag og nú verður tekið til að talið uppúr kössunum. Affallið gæti líka dottið í fjóra stafi, var með 816 laxa þann 26.9 og þar veitt vel inn í október. Allt getur gerst.

Jón Eyfjörð, Brúarhylur
VoV tók þátt í að loka Laxá í Kjós þetta árið og hér er Jón Eyfjörð að klj´st við lax í Brúarhylnum í Bugðu.

Það er nú stutt í næstu vikutölur angling.is og eiginlega er þetta bara spurningin um það hvor Rangáin verður hærri. Eystri hefur haft vinninginn í allt sumar og fram á haust, en Ytri hefur tekið við sér síðsumars og þó að hún sé langt að baka sjálfri sér frá síðasta ári, þá gæti hún stolið þessu. Breytir kannski litlu hvor er ögn hærri en hin, en það er saga þarna fyrir austan samt sem áður, Ytri er miklu lakari en í fyrra, Eystri er hins vegar miklu betir en í fyrra. Samt berjast þær að venju um tvö efstu sætin.

Skoðum aðeins hvaða ár eru komnar í fjögurra stafa tölur, innan sviga höfum við lokatölur síðasta sumars:

Eystri Rangá              3800 (2143)

Ytri Rangá                  3742 (7451)

Miðfjarðará                 2719 (3765) – Lokatala

Þverá/Kjarrá               2455 (2060) – Lokatala

Norðurá                      1692 (1719) – Lokatala

Langá                          1635 (1701) – Lokatala

Haffjarðará                  1545 (1167) – Lokatala

Selá                             1340 (937) – Lokatala

Urriðafoss                    1317 (755) – Urriðafoss

Laxá í Dölum                1075 (871)

Grímsá                          1036 (1290)

Síðan var Laxá í Kjós með 989 laxa þann 26.9 og er örugglega komin vel yfir þúsund kallinn. Lokadagur var þar í dag. Affall er svo spurning, þar vantar 184 laxa, en veitt er vel inn í október og fregnir herma að nóg sé af laxinum, bara spurning hvernig skilyrðin verða.