Einn vænn bíður eftir að flugan verði losuð úr honum. Myndir eru frá Theodóri Erlingssyni.

Tungulækur fór vel af stað sem endranær, en að sjálfsögðu settu ömurleg skilyrði strik í reikninginn. Þeir sem opnuðu gáfu ekki færi á fréttum, vildu frið sem ber að virða, en nú er komið nýtt holl og þá komu myndir og fréttir. Miðað við skilyrði er þetta fín opnun.

Að tala um að vorbirtingar séu bara slápar heldur ekki vatni! Þessi er greinilega úr Réttarhyl.

Ingólfur Helgason hjá Streng, sem sér um Tungulæk sendi okkur þessar línur: „Veiðin í Tungulæk fer vel af stað. Mjög misjafnar aðstæður hafa herjað á veiðimenn en veiðin hefur verið mjög góð þrátt fyrir það. Þegar þetta er ritað (í kvöld) eru 60 sjóbirtingar komnir á land og farnir út í Tungulæk aftur!“

Samkvæmt fregnum frá Ingólfi þá er mikið af stórum fiski á svæðinu. Það er reyndar erfitt veður fram undan en kalt vor lengir bara vorveiðitímann. Miðað við tíðina verður hörkuveiði langt fram eftir mai.