Tölublað 2 Sportveiðiblaðsins

Nýjasta tölublað Sportveiðiblaðsins kom út fyrir skemmstu og kennir þar að venju margra grasa. Er vel í lagt enda er verið að halda uppá 35 ára útgáfusögu blaðsins, en þetta er 2 tbl 35 árgangs.

 

Forsíðuviðtalið hjá Bender að þessu sinni er við knattspyrnuhetjuna Gylfa Sigurðsson sem fáir vissu að stundaði stangaveiði fyrr en hann tróð upp á bökkum Norðurár í byrjun júní og opnaði ána í boði Einars Sigfússonar umsjónarmanns árinnar. Það er af mörgu að taka en við getum ekki birt hér efnisyfirlitið. Gaman þó að benda á frábæra samantekt „Ella Steina“ um sjókvíaeldi, laxalús og silung og viðtal við Rögnvald Guðmundsson sem hefur dregið hvorki fleiri né færri en 30 laxa sem hafa verið um eða yfir 20 pundin. Vel gert það, kunnáttumaður sem veiðir í réttu ánum.