Sá stærsti úr Ytri Rangá í sumar, veiddist á Rangárflúðum ímorgun, 104 cm...

Veiði hefur verið vaxandi í Ytri Rangá að undanförnu og síðasta vika var sú besta í ánni í sumar. Stórir sjóbirtingar hafa einnig verið áberandi og stærsti lax sumarsins veiddist í morgun!

Þessi erlendi veiðimaður getur farið glaðbeittur heim aftur, landaði þessum 90 cm birtingi og 104 cm laxi seinna….

Bjarki Már Jóhansson leiðsögumaður við Ytri Rangá sagði í samtali við VoV í dag að stórir fiskar hefðu verið að veiðast í ánni að undanförnu fyrir utan að veiði hefur verið að aukast. „Það er ekki bara aukin laxgengd, heldur eru að veiðast mjög stórir sjóbirtingar og þeim hefur farið fjölgandi alveg frá því að þessir nýju leigutakar tóku við ánni, enda settu þeir sleppiskyldu á sjóbirting og raunar allan silung. Og í seinni tíð erum við farnir að merkja alla þá fiska til að læra á ferðir þeirra og háttu í ánni. Við viljum fylgjast með því hvort þeir veiðist aftur og hvernig göngulagi þeirra er háttað í ánni. Svo var stærsti lax sumarsins að koma á land af Rangárflúðum, 104 sentimetra hængur,“ sagði Bjarki