Laxi landað í Selá. Mynd frá Sveini Björnssyni.

Seinni vaktin í Selá og Hofsá í gær var í sama anda og morgunvaktin, talsvert líf víða, menn að setja í laxa og landa eða missa. Eftir Fyrsta heila daginn í báðum ánum þá horfa menn bjarteygðir til komandi vikna.

Ingólfur Helgason hjá Streng sagði okkur að fimm til viðbótar hefðu verið dregnir úr Selá, tíu þá í það heila. Hann sagði seinni vaktina hafa verið líflega og það hefðu verið tökur og misstir laxar innan um þessa fimm sem fengu að fara í bók.

Ari Þórðarson, tíðindamaður okkar við Hofsá sagði að 12 hefðu veiðst í dag, sem sagt 7 til viðbótar við þá 5 sem veiddust í morgun. Og, að fiskur hefði sést á öllum svæðum.