Þrír hnúðlaxana sem Súddi og félagar veiddu í Fögruhlíðarósi sumarið 2019. Það er mál manna að neðsti fiskurinn sé bleikja og sést þá enn frekar hversu auðvelt það er að villast á milli tegunda.

Við höfum verið að segja frá æ fleiri hnúðlöxum í afla stangaveiðimanna að undanförnu og svo virðist sem kvikindi eþtta breiðist nú út hér á landi, en miðstöð þeirra virðist hins vegar vera Fögruhlíðarós í Héraðsflóa ef marka má tíðar fréttir.

Nýlega sögðum við frá því að Óskar Páll Sveinsson hefði veitt fjóra slíka fiska í beit í Fögruhlíðarósi og áður höfðum flutt frétt af því að Sigurður Staples, betur þekktur sem Súddi, umsjónarmaður Strengja við Breiðdalsá hefði dregið tvo úr Norðfjarðará. Nú hefur Súddi greint frá því að hann hafi verið með fleirum í Fögruhlíðarósi og auk þess að landa 16 sjóbleikjum, hafi fjórir hnúðlaxar til viðbótar verið í aflanum. Birti hann mynd af dýrunum og eins og sjá má af þeim þremur neðstu, er ekki að undra að margir rugli hrygnunum við sjóbleikjur. Það er því allt eins líklegt að miklu meira sé um þessa laxa heldur nokkurn grunar.