Sjóbirtingur hefur verið í mikilli sókn um allt land síðustu árin, ekki síst á vestan- og suðvestanverðu landinu og sprænurnar í nágrenni Reykjavíkur eru þar ekki undanskyldar. En að það veiðist jafn stór birtingur í Leirvogsá og raun ber vitni er sjaldgæft!

Umræddur fiskur var 85 cm. Þannig birtingar þekkjast íLaxá í Kjós og síðan helst í ám í Vestur Skaftafellssýslum þar sem gamla ísaldargenið lifir góðu lífi líkt og í Þingvallavatni. Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson póstaði mynd og frétt um þennan magnaða fisk á FB og við leyfum okkur að vitna í það og fá myndina að láni. Elías Pétur lét þess einnig getið við okkur að veiðimenn og konur gætu séð viðureignina við tröllið og atriði úr fleiri veiðitúrum á snappinu undir „Villimenn“.