Laxi landað í Selá. Mynd frá Sveini Björnssyni.

Nýjar tölur frá angling.is. Eystri Rangá heldur áfram sinni afgerandi tölulegu forystu og þar eru góðir hlutir að gerast. Það dalar hins vegar enn í Urriðafossi, en bæði Miðfjarðará og Ytri Rangá halda dampi. Vopnafjarðarárnar eru í fínum gír, sérstaklega Selá sem er í sérflokki og án vafa með lang hæstu meðalveiði á stöng aðra vikuna í röð. Þá var Blanda með sína bestu viku. En kíkjum á vikutölurnar.

Að venju er fremsta talan heildartalan til þessa og næsta tala veiði síðustu viku. Í svigunum koma síðan fyrri vikuveiðitölur þannig að menn geta séð stíganda, hníganda eða stöðugleika. Við erum aðeins með þær ár sem rofið hafa hundrað laxa múrinn. Og nú við lok júlí er magnað að sjá hversu margar þekktar ár eru enn að böðlast í tveggja stafa tölum. En það þarf ekki að fjölyrða um ástæður þessa.

Eystri Rangá      1349 – 166 (557 – 281 – 170 -142 – 63)

Urriðafoss          680 – 44 (58 – 75 – 108 – 63 – 72)

Miðfjarðará        647 – 154 (186 -105 – 84 -55 – 39 – 24)

Ytri Rangá          628 – 161 (166 – 127 – 71 – 36 )

Selá í Vopn         606 – 232 (170 – 142 – 46 -16)

Blanda                480 – 155 (60 – 90 – 40 – 25 – 25 – 31)

Þverá/Kjarrá        421 – 66 (104 – 111 – 62 – 17)

Elliðaárnar           351 –  48 (66 -84 – 72  – 81 – 45)

Hofsá í Vopn        325 – 93 (106 – 72 – 37 – 13 – 4)

Haffjarðará          302 – 46 (71 -52  – 42  – 51)

Grímsá                261 – 51 (61 -55 – 28 – 35 – 21)

Norðurá              225 – 41 (77 – 24 – 28 – 26 -18 – 4)

Laxá á Ásum       275 – 73 (94 – 54 – 36 – 12)

Jökla                   237 – 100 (76 – 28 – 33 – 14)

Víðidalsá             168 – 35 (31 -45 – 21 – 16 )

Vatnsdalsá          165 – 44 (57 – 22 – 21 – 8 )

Svalbarðsá          164 – 36 (42 – 59 – 22)

Hafralónsá           151 – 29 (57 – 65 )

Skjálfandafljót     131 – 39 (27-12-36)

Brennan              128 – 1 (1 – 4 – 15 – 14 -39 – 19 – 35)

Laxá í Leirársv.    125 – 20 (30 – 41 – 18 – 15)

Flókadalsá           116 – 16 (22 – 20 – 25 – 33 – 16)

Hrútafjarðará       102 – 52 (20 – 16 – 4 – 12)

Ölfusá                  101 – 21 (12 – 26 – 23 – 12)

Þær voru ekki allar komnar inn með nýjar tölur um miðnætti, geymum þær þá. Þar má nefna Laxá í Aðaldal og Langá. En eins og sjá má þá eru vikutölurnar á heildina litið að dala, þó með þeim undantekningum sem við nefndum. Þær undantekningar eru samt átakanlega fáar.

Menn taka eftir því að Eystri dalar talsvert, en þar hefur verið rífandi stígandi. Eflaust stafar verri vikutala af því að áin var mjög skoluð um tíma. Kenna má heitu veðri þar um. Sama er að segja um Urriðafoss, hann er enn á niðurleið, en hefur verið einkar erfiður lengst af vegna mikils gruggs í Þjórsá.

Sum við segjum, við drögum línuna við hundrað laxa, en merkilegt að sjá við þessi mánaðamót hversu margar þekktar ár eru neðan við þá línu. Laxá í Dölum, Laxá í Kjós, Leirvogsá, Straumfjarðará og fleiri. Í sumum þeirra áa sem ekki ná inn á 100 laxa listann má sjá ömurlegar vikutölur, Straumfjarðará 6, Leirvogsá 4, Laxá í Kjós 8, Stóra Laxá 11, Straumarnir 4 og svo framvegis.

Smálax hefur skilað sér illa, besta leiðin til að sjá það er hvernig gengið hefur í Brennu og Straumum. Í þurrkasumrum hefur laxinn haft tilhneigingu til að bunkast þar áður en hann gengur upp í Norðurá/Gljúfurá og Þverá/Kjarrá þegar skilyrði batna. Í Straumunum veiddust 4 laxar síðustu viku og 32 alls. Brennan er þó með betri heildartölu, 128, en síðustu þrjár vikurnar hafa veiðst þar 4 laxar. Það einfaldlega vantar fisk. Lesendur geta síðan séð enn meira á www.angling.is