Mikill hængur, svolítið þunnur að vísu blessaður karlinn, en fallegasti birtingur. Þessi var einn þrjátíu sem voru dregnir á land í gær. Myndin er af FB síðu Hreggnasa

Sjóbirtingsveiði er víða farin í gang og menn afar víða að gera það gott þegar til þess viðrar, og jafnvel þegar ekki viðrar! Í Laxá í Kjós hefur vorveiðin verið færð nokkuð fram og menn hafa skotist þangað á milli óveðra frá því að apríl hófst.

Fínustu skot hafa verið, t.d. veiddust þrjátíu stykki, margir vel vænir, á stuttum tíma í gær. Helst veiðist birtingurinn neðst á „frísvæðinu“ svokallaða og eru staðir eins og Álabakkar og Káranesfljót jafnan sterkir á þessum árstíma sem og öðrum. Öllum fiski í Laxá er sleppt og gildir það að sjálfsögðu einnig um hoplaxinn sem eflaust er enn í ánni.