Fór vel af stað á Arnarvatnsheiði

Arnarvatnsheiði
Þessi gæi vakir yfir Heiðinni....myndin er af vefsíðu Arnarvatnsheiðar...

Veiði hófst á Arnarvatnsheiði um helgina. Ekki vissu menn við hverju væri að búast m.t.t. tíðarfarsins, vatnsbúskapur lágur og staðviðri ogþurrkar með eindæmum. En þær fréttir sem við höfum þó heyrt eru jákvæðar.

Við erum að tala um sunnanverða Arnarvatnsheiðina þar sem þekktustu vötnin eru Úlfsvatn og Arnarvatn litla. Mörg fleiri góð vötn eru þó þarna. Við heyrðum t.d. af tveimur sem byrjuðu á miðnætti þann 15.6 og fengu 50 stykki. Aðrir tveir voru að í sex tíma og lönduðu 36 fiskum. Mest var um vel haldna fiska æa bilinu 1,5 til 2 pund. Mikið líf var á svæðinu. Þá er færð góð, enda ekkert rignt vikum saman. Þurrkurinn og næturfrost hafa hins vegar ekki farið vel með gróðurinn.