13,6 punda dreki í opnun Veiðivatna

Ingvar Sigurðsson með ferlíkið úr Ónýtavatni. Sem reyndist ekki ónýtt að þessu sinni.

Veiði hófst í Veiðivötnum s.l. föstudag, 18.júní. Þá var fært um allt svæðið, utan að ófært var að Skyggnisvatni. Veiði var góð í opnun, m.a. veiddist sannkallaður hvalur. Stutt er í fyrstu vikusamantekt sumarsins.

Á vefsíðu Veiðivatna segir  m.a. um opnunina: „Veiði í Veiðivötnum hófst 18. júní kl. 15 og líkur 18. ágúst kl. 15. Daglegur veiðitími er frá kl. 7:00 – 24:00. Öll vötn eru nú íslaus og allir vegir færir, nema enn er ófært í Skyggnisvatn. Veiðimenn eru hvattir til að halda sig á vegslóðum og aka ekki yfir gróður þó svo bleytupollur sé á veginum.
Óvenju lítið vatn er nú í Hraunvötnum, Litlasjó og Ónýtavatni. Önnur vötn eru að mestu eðlileg.

Veiði var góð fyrsta daginn og meðal annars var 13,6 pd urriði dreginn á land í Ónýtavatni.