Nýja veiðihúsið.

Nýja veiðihúsið við Tungulæk er risið og tilbúið. Haustveiðin í ánni hefst 1.september og hér eftir munu gestir árinnar dvelja í nýju glæsilegu húsi.

Nýja veiðihúsið.

Áin er sem kunnugt er ein albesta sjóbirtingsá landsins og þótt víðar væri leitað. Hún er veidd með þremur stöngum og fylgir hverri stöng nú tveggja manna herbergi með sér baði. Síðustu tvö sumur hefur ekkert veiðihús þjónað veiðimönnum. Í húsinu eru auk þess setustofa, borðstofa eldhús og vöðlugeymsla. Húsið er og skemmtilega staðsett upp í hlíðinni ofan Landsbrotsvegar og er þaðan útsýni yfir neðri hluta árinnar og til fjalla og jökla Suðurlands. Það er veiðiklúbburinn Strengur sem heldur utanum veiðiskapinn í Tungulæk.