Eyjafjarðará
Gylfi Kristinsson, (kunnuglegt nafn) með 71 cm sjóbleikju af svæði 5 í Eyjafjarðará. 9-10 punda belgur þarna á ferð! Myndin er af FB síðu Eyjafjarðarár.

Svakalegar sjóbleikjur hafa veiðst í Eyjafjarðarðará að undanförnu, m.a. hafa tvær veiðst sem eru í námunda við níu til tíu pundin, hvorki meira né með minna, 72 og 71 cm og óvíða ef nokkurs staðar veiðast lengur jafn stórar bleikjur.

Eyjafjarðará
72 sentimetra 9 punda bleikja af svæði 4 ði Eyjafjarðará, áætluð 9 pund takk fyrir, góðir gestir.

Veiðin í ánni hefur sum sé verið nokkuð góð og auk stóru bleikjanna hafa mjög stórir sjóbirtingar verið tíðir, veiðst hafa m.a. yfir áttatíu cm fiskar. En nú í vikunni var hið rómaða svæði 5 opnað og þá var m.a. dreginn á land 71 cm bleikja sem Gylfi Kristjánsson náði og sleppti. Þetta var þó ekki stærsta bleikjan til þessa því fyrr í sumar veiddist 72 cm bleikja á svæði 4 sem áætluð var um 9 pund.