Búrhylur, Tungufljót
94 cm takk fyrir! Samt ekki sá lengsti því að í vor kom einn 96 cm úr Syðri Hólma, þessi kom úr Búrhyl. Myndina tók Ólafur Guðmundsson.

Risabirtingur veiddist í Tungufljóti fyrr í dag, 94 cm drjóli sem er einn af þeim stærstu sem veiðst hafa á þessu ári. Það var Tungufljótið sem skilaði þessu flykki og kemur ekki á óvart, Skaftfellsku árnar eru þekktar fyrir þessa ísaldarurriða og nokkrir í þessum stærðarflokki veiðast á hverju ári.

85 cm birtingur úr Tungufljóti

Það voru írskri veiðimann í ánni og fengu þetta ævintýri. Laxeldið er búið að drepa llan sjóbirtingt á Írlandi þannig að þeir skelltu sér hingað og gripu ekki í tómt. Ólafur Guðmundsson var leiðsögumaður þeirra og hann sagði þá hafa verið „í ruglinu“, því auk þess að landa 94 cm hæng lönduðu þeir einnig 85 cm hæng auk fleiri smærri, sem samt voru stórir. Fyrir margt löngu heyrðum við að 86 cm birtingi sem var drepinn og veginn úr ánni og hann var vel ræiflega 18 pundm, þannig að menn geta sett ímyndunaraflið í forgang! Sá 94 cm er samt ekki sá lengsti á þessari vertíð, í vor kom einn 96 cm úr Syðri Hólma. Írarnir hafa mest verið að nota Snældur og Bizmo…