Stefán Hrafnsson, Litlaá
Stefán Hrafnsson með glæsilegan urriða úr Litluá. Myndin er fengin af FB síðu Litluár.

Litlaá fór frækilega af stað þó að enn kaldara væri nyrðra en syðra. Litlaá er líka sérstök, Varmá þeirra Norðlendinga. En veiðin var fín.

 Það eru ekki tölur í þessari frétt, stuðst er við status á FB síðu Litluár þar sem sagði að þegar ummorguninn hefði „fjölda fiska“ verið landað og birt mynd af Stefáni Hrafnssyni með glæsilegan staðbundinn urriða úr ánni. Aflinn er blanda af birtingi og sta‘bundnum fiski og það sem gerir ána sérstaka er hversu vel fiskurinn er haldinn, enda er áin heitari en gengur og gerist og fiskur í æti á meðan aðrir svelta í öðrum ám…nema Varmá.