Hilmar Jónsson, Selá
Hilmar Jónsson leiðsögumaður er sáttur eftir að hafa háfað laxinn. Mynd -gg.

Ferðamálaskóli Íslands gengst nú öðru sinni fyrir menntun veiðisögumanna, enda er stangaveiðin mikilvæg ferðaþjónustunni og þar með þjóðarbúinu, því að leiða má gild rök fyrir því að erlendir stangaveiðimenn séu ríkustu túristarnir sem hingað leggja leið sína.

Í fréttatilkynningu sem VoV barst frá Friðjóni Sæmundssyni hjá Ferðamálaskólanum segir meða annars: „Mikill áhugi er á meðal veiðileyfissala um að leiðsögumenn við ár og vötn séu búnir að fara í nám þar sem þeim gefst tækifæri að tileinka sér alla þá þætti sem einkenna þarf góðan leiðsögumann. Veiðileiðsögunámskeiðið er sniðið að því markmiði að þekkingin sem það skilar til þátttakenda geri þeim auðveldara fyrir að uppfylla vonir og væntingar veiðimanna, erlendra jafnt sem innlendra.

Ferðamálaskóli Íslands hefur nú í annað skipti skipulagt nám fyrir þá sem vilja leggja veiðileiðsögn fyrir sig og aðra áhugasama veiðimenn sem vilja uppfæra þekkingu sína á þessu sviði og er dagskráin opin öllum sem skoða vilja á vefsíðu Ferðamálaskólans, en þar kemur fram að þar er ekki skikklað á stóru heldur farið í öll möguleg og ómöguleg smáatriði sem varðað geta veiðisögumennsku. Þetta er athyglisvert og sniðugt nám sem gæti hjálpað jafnvel þeim sem ætla ekki að leggja fyrir sig leiðsögumennsku, að skilja betur og njóta betur viðverunnar á bökkum vatnanna. Enda eru það meðal dýrmætustu stunda lífsins.