Laxatorfa. Mynd Heimir Óskarsson.

Frestur til að skila inn tilkynningum um áhuga á þátttöku í stjórn SVFR rann út um helgina, en aðalfundurinn er 24.febrúar n.k. Það eru ekki aðeins formannaskipti í vændum heldur gætu einnig orðið mannabreytingar í stjórn.

Jón Þór Ólafsson.
Jón Þór Ólafsson tekur við sem formaður SVFR 24.2 næst komandi. Myndina fundum við á FB síðu Jóns.

Áður höfðum við frá því greint að Árni Friðleifsson formaður SVFR hefði gefið út að hann sæktist ekki eftir endurkjöri. Aðeins einn aðili lét vita að hann sæktist eftir mofrmennskunni, sá heitir Jón Þór Ólason. Það verður því ekkert formannskjör. Hann hefur sett á FB síðu sína eftirfarandi: „Spennandi tímar framundan. Það verður krefjandi en skemmtilegt verkefni að taka við stjórnartaumunum í þessu fornfræga félagi. Nú verður blásið til sóknar.

En breytingar á stjórn gætu einnig orðið nokkrar. Síðustu stjórn skipuðu Árni formaður og sex stjórnarmenn. Fimm eru í kjöri til stjórnarsetu, þar af þrír af núverandi stjórn, eða Rögnvaldur Örn Jóhannsson varaformaður, Júlíus Bjarni Bjarnason og Hörður Birgir Hafsteinsson. Nýju nöfnin eru Lilja Bjarnadóttir og Hrannar Pétursson. Verður fróðlegt að sjá hvernig þetta spilast allt saman.