Eldvatn Hjölli

Við höldum áfram að kynda undir komandi vertíð. Ragna Sara Jónsdóttir frumkvöðull setti allt í gang eftir flugupistil frá Nils Folmer, nú segir Hjörleifur Steinarsson okkur fá desmantamómenti sínu frá 2020.

EHjörleifur á góðri stundu.

„Við félagarnir Helgi Jónsson,Róbert Þórhallson og ég höfum núna í nokkur ár farið í Eldvatn í Meðallandi í vorveiði í góðum félagsskap. Síðasta vor áttum við bókaða veiði í apríl eins og venjulega en Covid setti stórt strik í þann reikning og því vorum við færðir fram í miðjan maí.

Það voru því hófstilltar væntingar þegar lagt var af stað í veiði 15. maí síðastliðinn, vissum að það var enn einhver fiskur í ánni en áttum ekki von á þessari veislu sem við lentum í!

Eldvatn Hjölli, veiðiféagi sáttur með stöðuna.

Við vorum 3 saman með 2 stangir og á 2 dögum lönduðum við 28 fiskum og misstum örugglega annað eins, vorum að veiða mest á púpur upstream en á neðri svæðunum kom streamerinn sterkur inn. Ofboðslega vel haldinn og fallegur fiskurinn og mikið af fiski í ánni, þetta er algjör paradís. Það voru 4 fiskar 80+ cm, þó nokkrir 70cm + og svo var restin 55-69 cm, geggjaðir fiskar á stöng. Eldvatnið er magnað veiðisvæði, get ekki beðið eftir að fara aftur í vor, meðfylgjandi eru nokkrar myndir úr túrnum.