Það er viðsnúningur í Vopnafirði eftir nokkur mögur ár. Selá og Hofsá hafa vissulega verið að koma hægt og bítandi til baka, en í sumar finna menn vel fyrir bættu gengi. Þetta eru ár á jaðrinum og eru háðar áferði, sem hefur verið fremur hagstætt síðustu 3-4 árin.
Fyrst að Selá. Gísli Ásgeirsson umsjónarmaður Selár sagði okkur í kvöld að gangurinn væri góður og mun betri en í fyrra. „Það eru komnir 430 laxar á land, síðasta holl sem hættir á morgun er komið í 180 laxa og ein vakt eftir.
Jón Magnús Sigurðsson formaður veiðifélags Hofsár og veiðileiðsögumaður með meira var sama sinnis og Gísli, hann sagði okkur í dag að áin væri komin með 40-50 löxum meiri afla en á sama tíma í fyrra, og að smálax væri nú að ganga. Þá er Vesturdalsá smekkfull af laxi, en lítið veitt þar.