Veiðivötn
Kvöldsól í Veiðivötnum. Myndin er úr myndasafni.

Veiði hófst í Veiðivötnum s.l. sunnudag þannig að ekki hafa birst fyrstu vikuveiðitölur á vef Veiðivatna, veidivotn.is sem Örn Óskarsson hefur haldið úti af myndarbrag síðustu árin. En frést hefur að veiði hafi farið vel af stað.

Á vefnum skrifar Örn: „Veiðin fór vel af stað og þrátt fyrir háa vatnsstöðu í Hraunvötnum og Litlasjó hafa veiðimenn fengið góða veiði þar og mjög góða bleikjuveiði í Snjóölduvatni og Langavatni.“

Einnig kemur fram að færð sé góð, utan að efra vað á leið í vötnin sé djúpt og straumþungt og þarfnist aðgátar og að slóð með vesturbakka Litlasjávar sé undir vatni.