Boltalax úr Hofsá fyrir skemmstu.

Hofsá í Vopnafirði hefur farið afar vel af stað að þessu sinni og er talað um bestu byrjun þar í áraraðir. Áin hefur verið í fremur hægum bata síðustu árin eftir að skaðræðisflóð skemmdu hana mikið í tvígang á sínum tíma, en þessi byrjun bendir til að áin sá að ná fyrri styrk.

Bolta hængur úr Hofsá. Veiddur í opnunarhollinu.

Í fréttatilkynningu frá Streng, sem er leigutaki árinnar segir:  „Hofsá er komin í 43 laxa á hadegi í dag 1.júlí. Opnunarhollið fékk 31 og hollið sem hóf veiðar í gær er komið með 12 á land. Nánast er þetta allt myndarlegur 2ja ára fiskur. Þetta er besta byrjun í Hofsá í mörg á og líklega þarf að fara nokkuð mörg ár aftur í tímann til að finna viðlíka veiði í opnun.“