Nesveiðar, Hólmavaðsstífla
Fyrsti laxinn af Nesveiðunum, 84 cm úr Stíflunni.

Einn stærsti lax sumarsins veiddist þegar Nessvæðin í Laxá í Aðaldal opnuðu þann 1.júlí síðast liðinn. Laxinn var 103 cm, eða jafn langur og tröll sem veiddist í Laxá á Ásum á dögunum. 104 cm veiddist hins vegar í opnun Laxár í Dölum og er enn sá stærsti í sumar.

Nesveiðar
Hér er 103 cm tröllið að berjast um í fangi veiðimannsins.

Veiðin hófst að morgni 1.júlí, sem var síðasti sunnudagur, Þá veiddust strax nokkrir fiskar og fleiri seinna um daginn, fimm þá. Þann stærsta veiddi Theodór Kelpien og var risinn 103 cm og 50 cm í ummál. Fyrsti laxinn sem var 84 cm kom á land úr Hólmavaðsstíflu.