Urriðafoss, Þjórsá
Stórlaxi landað í Urriðafossi.

Urriðafosssvæðið hefur gefið fimm laxa í morgun og nokkrir hafa tekið en rifið sig lausa. Verður þetta að teljast geggjuð opnun, ekki síst þar sem aðstæður eru afar erfiðar.

Urriðafoss, Þjórsá
Hann kemur vel haldinn úr hafi stórlaxinn!
Urriðafoss, Þjórsá
Laxi landað í Urriðafossi í morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá Hörpu Hlín Þórðardóttur leigutaka svæðisins eru komnir fimm á land, allt boltafiskar, sem og þeir sem hafa rifið sig lausa. “Svæðið er afar erfitt vegan vatnavaxta,” bætti Harpa við. Nú er verið að opna Urriðafoss fimm dögum fyrr heldur en í fyrra og aldrei hefur laxveiðisvæði verið opnað svo snemma á Íslandi fyrir stangaveiði.