Við Skipahyl í Selá. Mynd -gg

Eystri Rangá er að slá í gegn í sumar sem aflahæsta áin, en menn horfa með tvennum hætti á það hvaða á er best. Sumir horfa á stóru töluna í Eystri Rangá, sem er frábær í þessu grámyglulega laxasumri, en aðrir horfa til þess hvaða á gefur mestu meðalveiðina á stöng.

Eystri Rangá er talsvert fyrir ofan Selá í Vopnafirði í heilartölu, en stangirnar eru miklu fleiri. Ef við skoðum Selá síðustu þrjár vikurnar, sérstaklega í samræmi við hvernig laxveiðisumarið hefur verið, þá er Selá algerlega frábær.

Síðasta vika gaf 208 laxa á sex stangir. Það eru næstum þrír og hálfur lax á dag. Vikan á undan var aðeins lakari, 188 laxar þá, sem eru samt rétt yfir þremur löxum á stöng á dag. Vikan þar á undan var sú besta, 232 laxar sem er ríflega 3,8 laxar á stöng á dag.

Þó að væri gott sumar yfir höfuð þá væru þetta flottar tölur. Enn frekar að allt er í hálfgerðu volli víða um land. Menn geta spurt sig hvers vegna Selá í Vopnafirði er að standa sig jafnvel og reun ber vitni. Hún ber höfuð og herðar yfir ár á sama svæði þó að í öllum ám á Norðausturhorninu sé veiði í það minnsta góð.