Halla Bergþóra Björnsdóttir, Laxá í Aðaldal
Halla Bergþóra með fallega hrygnu, en Jón Helgi Björnsson mundar háfinn. Þessi hrygna var 80plús sentimetrar, en laxinn sem hún er með á fyrri frétt var 90 sentimetrar.

Alls var fimm löxum landað á morgunvaktinni í Laxá í Aðaldal, en sett var í fleiri. Allt var þetta stórlax og var mál manna að talsverð laxgengd væri á svæðinu. Veiði á efri svæðum átti að hefjast nú síðdegis.

Við báðum Jón Helga Björnsson um skýrslu og fengum þetta: „Það tóku 8 laxar í morgun og 5 komu á land. Fyrsti sem Halla fékk var 90 cm. Tveir voru 87 cm og tveir 80. Veiði ofan fossa hefst seinni partinn. Sunrey,  Abbadís, Laxá blá og Frances voru flugurnar sem gáfu þessa laxa.“