Mikið að frétta ofan úr Borgarfirðinum!

Norðurá
Vorlaxi sleppt í Borgarfirðinum...

Það er allt að fara af límingunum í Borgarfirðinum og víðar, tölur sem varla hafa sést í langan tíma að skola inn á borð. Og það er ekki bara að það hafi komið rosalegar smálaxagöngur, heldur er stórlax enn að koma inn nýgenginn og stæðilegur. Við heyrðum í Ingólfi Ásgeirssyni í kvöld og heyrum í Einari Sigfússyni á morgun…

„Síðasta vika hefur gefið um 350 laxa og þetta eru bestu tölur og göngur sem við höfum séð í sex ár. Við erum að tala um sex daga í raun síðan að sprengjan varð og tengist örugglega stórstreyminu sem var um mánaðamótin. Þetta voru um 200 í Þverá og 150 í Kjarrá, sem sýnir að skilyrði hafa batnað mikið og laxinne r farinn að dreifa sér. Það er lax um allt og nóg af honum. Brennan er líka búin að vera lífleg, komnir 140 laxar þar, þetta gæti orðið meiri háttar sumar,“ sagði Ingólfur.

Það sem kannski vekur mestu athyglina er að þriðjungur veiðinnar er stórlax. „Það eru að veiða bæði eldri laxar í ánni og nýir, þeir eru enn að ganga að Það eru skýr merki um það enn og aftur að stórlaxinn er að koma til baka. Svo eru smálaxagöngurnar sterkar. Það er bara dásamlegt að vera hérna núna og megi þetta halda áfram sem lengst,“ bætti Ingólfur við..