Stoltur 7 ára peyji með Maríulaxinn sinn! Mynd Guðmundur Jörundsson.

Þrátt fyrir bágar laxveiðitölur útum allt land í sumar hafa margir Maríulaxar veiðst sem snrdanær. Það eru alltaf veiðisögur og ævintýri þó að veiðin sé heilt yfir léleg! Hér er ein sérlega skemmtilega skemmtileg frá Elliðaánum fyrr í vikunni.

Sem sagt, 7 ára gutti, Jörundur Örvar Guðmundsson, sem á ekki langt að sækja veiðigenin, sonur Guðmundar Jörundssonar og afinn Jörundur Guðmundsson, var með pabba sínum í Elliðaánum. Bæjarlækurinn hefur verið þokkalega gjöfull miðað við það sem gengið hefur og gerst á vestanverðu landinu, en hefur dalaða síðustu daga. Samt setti pjakkurinn í lax, með kvart tommu Frances cone,á Hrauninu. Mikil gleði og mikil hamingja, ekki bara hjá Jörundi litla, heldur hjá allri stórfjölskyldunni sem að lifir og hrærist í fluguveiði.

Pabbinn, Guðmundur Jörundsson klæðskeri sagði í samtali við VoV: „Hannvar mjög sáttur og spenntur, en fimm mínútum eftir að við blóðguðum laxinn og rotuðum, spurði hann hvort við ættum ekki að sleppa honum!“