Erlingur Hannesson, Eldvatn
Erlingur Hannesson með fyrsta birting vertíðarinnar í Eldvatni, 61 cm úr Hundavaði.
Leigutakar Eldvatns voru með örstutta tilraunaopnun í dag, ætla annars að opna formlega næsta þriðjudag. Komið var víða við og varð vart við fisk víðast hvar.

 

Eldvatn er kalt og það telur þegar kalt er í lofti að auki. Við núllið í dag með vindkælingu. Í fyrra var besti veiðitíminn síðasta vika apríl og spurn hvað verður í ár. Jón Hrafn Karlsson, einn leigutaka, sagði að sín reynsla væri að fiskur væri lengi fram eftir vori uppi í á og flýtti sér ekki niður. Þegar VoV leit við var fyrsta birtingi vorsins landað, 61 cm geldfiski í veiðistaðnum Hundavaði.