Þorsteinn Sæþór Guðmundsson , Víðidalsá
Þorsteinn Sæþór Guðmundsson með fyrsta laxinn í morgun, 83 cm hrygnu. Myndina fengum við frá Jóhanni Rafnssyni.

Menn voru sáttir á bökkum Víðidalsár þegar áin var opnuð í morgun, talsvert líf víða og fjórir vænir fiskar komu á land, auk þess sem veiðimenn settu í nokkra semnáðust ekki á land.

Jóhann Hafnfjörð Rafnsson var okkur innanhandar með þessar upplýsingar, laxinn var dreifður, þannig kom einn á land af hverju svæði. Fyrsta laxinn veiddi Þorsteinn Sæþór Guðmundsson í Kerinu í Fitjá, hliðará Víðidalsár. Laxinn var dæmigerður tveggja vetra vorlax, 83 sentimetrar.