
Við höfum grein tfrá því að undanförnu að stórir sjóbirtingar hafi verið að veiðast í Eyjafjarðará í vor, og reyndar lengur, síðustu 3-4 árin, meira og meira og stærri og stærri. Eins og annars staðar þar sem fiski er sleppt og hann fær að ná til sjávar á ný, bæta á sig og ganga atfur í árnar, enda er sjóbirtingur langlífur fiskur sem hrygnir oft ef hann er ekki laminn í hausinn.

Það síðasta sem við heyrðum af Eyjafjarðará er þessi litla saga sem er núna efst á FB síðu Eyjafjarðarár: „Það var heldur betur ævintýraleg kvöldvaktin hjá félögunum í VÆS Fly Fishing. Þeir smelltu sér í blíðunni á svæði 3 í Eyjajarðará og lönduðu 13 fiskum. Og það voru engir smáfiskar; 92, 86, 78 og 74 cm voru þeir stærstu.“
Svo er að sjá að ísaldargenið lifi góðu lífi á Niorðurlandi, enda finnast þessir fiskar nú í all mörgum ám þar um slóðir, Litluá, Brunná, Húseyjarkvísl, Víðidalsá, Vatnsdalsá og eflaust fleirum.