Skjálfandafljót
Skjálfandafljót opnaði með stæl, 11 komu á land á fyrsta degi, allt stórir fallegir fiskar eins og sjá má. Myndin er frá IO Veiðileyfi.

Skjálfandafljót opnaði með stæl í gær samkvæmt Stefáni Sigurðssyni sem er leigutaki Fljótsins ásamt fleirum. Þetta er afburða fín  opnun því fljótið er vatnsmikið og erfitt viðureignar.

Stefán sagði í skeyti: “Skjálfandafljót opnaði í gær með 9 laxa eftir daginn. Frábær opnunardagur og lofar góðu fyrir komandi tímabil. Það fylgdis ögunni að lax hefði víða veiðst á svæðinu. Allt var þetta vænn og fallegur tveggja ára lax. Góða heildarbyrjunin er enn á fullri ferð og megi hún vara sem lengst.