Bleikjan lætur á sér kræla

Svakaleg bleikja veidd í 'Asgarði í Sogi í dag.

Bleikjan er að taka við sér þó að vorið hafi ekki verið tiltakanlega hlýtt. Bjart veður vissulega, en norðanáttir og frost á nóttum. En fregnir og myndir héðan og þaðan benda til að bleikjan sé að koma til og skipta sér af.

Árni Baldursson hefur verið meira og minna viðloðandi Ásgarð í Soginu og hann segir að þar sé allt að koma til. Sogið er kalt, þannig að ef bleikjan er að detta inn þar, þá er hún að detta inn víðar. Fregnir frá Veiðikortinu segja sömu sögu, vænar bleikjur að veiðast á Öfugsnáða. Og víðar að hafa borist fregnir af bleikjunni. Á sama tíma og urriði og sjóbirtingur hafa verið að gefa sig frá fyrsta degi.