Tröll úr Geirlandsá

Þorgrímur Karlsson með 90 cm birting úr Ármótunum í Geirlandsá í dag.

Menn eru að gera góða hluti í sjóbirtingsánum í Vestur Skaftafellssýslu, enda „prime time“ runninn upp á þeim slóðum. Við höfum heyrt af fínum skotum í Tungufljóti, Tungulæk, Vatnamótum og Geirlandsá svo eitthvað sé nefnt. Þetta kom t.d. frá Geirlandsá:

Þessi pistill kom frá Grétari Ingólfi Guðlaugssyni, félaga í SVFK, sem var félögum sínum í Geirlandsá. „Vorum að enda góðan túr í Geirlandinu.Mikið vatn var á svæðinu þegar að við mættum, komumst ekki upp í gil fyrr en í morgun. 18 flottir birtingar komu á land, staðir sem skiluðu fiski voru Garðarnir, Ármótin, Hvannhilla, Eyjahylur. Mörtunga og Breiðtorfuhylur. Sá stærsti kom upp í Ármótum og var hann 90 cm.“

Við reiknum með vera með fleiri fréttir af þessum slóðum á næstu dögum.