Ytri Rangá, Árni Baldursson
Árni Baldursson að glíma við Lax í Ytri Rangá í morgun. Myndin er af FB síðu Árna.

Seinni stóri straumur júlímánaðar er nú að komast í hámark og víða hefur orðið innspýting í veiðiskapinn í kjölfarið. Í það minnsta hafa smálaxagöngur glæðst á Norður- og Norðausturlandi. Það var beðið eftir því.

Mýrarkvísl, Matthías Þór Hákonarson
Mýrarkvísl hefur nú fengið líflegar smálaxagöngur og hér er veiðikona með fallega litla hrygnu úr ánni. Myndin er af FB síðu Matthíasar þórs Hákonarsonar.

Pétur Pétursson leigutaki Vatnsdalsár sagði í samtali við VoV að menn hefðu alveg þegið að smálaxinn kæmi fyrr, en þess væru dæmi aftan úr náinni fortíð að hann kæmi sterkastur í seinni straumi júlímánaðar. Matthías Þór Hákonarson, sem hefur umsjón með Mýrarkvísl í Reykjahverfi sagði að þessa daganna væri mikið að ganga af smálaxi í ána og Nils Folmer Jörgensen sem nýverið var að veiða á Nesveiðum í Laxá í Aðaldal sagði að síðustu daga hefur sést og veiðst smálaxar, en þeir hefðu vart sést fram að því.

Eins og fram hefur komið í útreikningskúnstum okkar hjá VoV, með vikutölur angling.is að leiðarljósi, þá hafa margar ár verið lakari en á sama tíma í fyrra. Þær hafa flestar verið norðan heiða, en all nokkrar ár á vestanverðu landinu hafa verið með betra móti miðað við sama tíma í fyrra. Má þar nefna flestar Borgarfjarðarárnar. Stafar það af mun betri smálaxagöngum en voru síðasta sumar.

Athygli hefur vakið slakt gengi Rangána miðað við síðasta sumra, sérstaklega Eystri Rangá. Ytri Rangá hefur verð mn skárri þó að hún sé langt frá eiginframmistöðu í fyrra. Þar virðist þó vera að rofa nokkuð hressilega til, í það minnsta greindi veiðileyfasalinn Árni Baldursson hjá Lax-á frá því að 108 laxar hefur veiðst í ánni í gær og 76 fyrir hádegi í dag. AÐ göngur væru nú kröftugar og spennandi að veiða ána.