Mögulega stærsti lax sumarsins, allavega sá lengsti, 111 cm veiddist um helgina á Nesveiðum í Laxá Aðaladal. Skv gömlu góðu íslensku pundunum er þetta 13,4 kg fiskur, ca 27 pund!

Nils Folmer Jörgenasen greindi frá þessum laxi á síðum sínum….skv umræðunni hefur þetta tröll haldið til og sýnt sig sig á Skriðuflúð. Og svo kom að því að komið var haust og mál að verja óðalið…..veiðimaður var Árni Pétur Hilmarssson.