Gleði!

Okkur hefur oft langað til að skoða Vesturhópsvatn, staðinn sem Stangaveiðifélag Keflavíkur flutti sig til eftir að hafa orðið brottrækir úr Heiðardal. SVFK kom sér upp stórkostlegri fjölskyldu- og barnavænni aðstöðu við Vesturhópsvatn, en einhverra hluta vegna er lítill áhugi. Þess vegna langaði okkur að fara þangað og vega og meta.

Búið að landa og það er enginn tittur!

 

Vesturhópsvatn.
Það þarf að sýna ömmu aflann….
Næturmynd, tveir tímar og margir misstir. Allt flottir fiskar, vatnið er smekkfullt af flottum fiski. Þetta kom allt á Peacock og Krókinn.

Við förum ekki í neinn samanburð. En við fórum fyrst um Hvítasunnuna. Þá voru lítil börn með í för. Seinna fórum við einn sólarhring, ríflega viku seinna. Þá var ekki vetur lengur, komið einhverskonar vor.

Niðurstaðan af Vesturhópsvatni er að það er enginn einn veiðistaður. Þetta eru nokkur hundruð metrar og það er fiskur alls staðar. Við veiddum nóg, hefðum getað veitt yfir okkur, sérstaklega í seinni túrnum þegar vetur hafði kvatt okkur. En það voru tökur og fiskar líka í snjókomunnni og hríðarbyljunum um Hvítasunnuna. Fiskur tók litla spinnera, Krók, Peacock….og þetta var allt fínn fiskur, urriði, bleikja. Einn sem slapp var ca 4 punda urriði, þannig að slíkir fiskar eru þarna. Þegar líður á sumar er meira að segja von á sjógenginni bleikjuu og urriða, jafnvel laxi.

Þess utan. Dásamlegur staður. Ugla á sveimi, himbrimi á vatninu, rjúpur um allt. En fyrst og fremst frábær staður til að fara með fjölskylduna og setja börnin inn í veiðiskapinn. Aðstaðan til mikillar fyrirmyndar, parhús, 50 fermetrar hvort og frábært skipulag. Bátar í boði. Okkur hlakkar til að fara aftur.