Stórkostleg opnun Geirlandsár

Geirlandsá, sjóbirtingur
Fallegur úr Geirlandsá.....

Opnun Geirlandsár var frábær. Við greindum frá 104 fiskum lönduðum í gær, í dag voru skilyrði miklu erfiðari, en samt bættust 35 fiskar við.

Gunnar Óskarsson formaður SVFK sagði okkur í dag að þokkaleg skilyrði hefðu myndast milli eitt til tvö í dag og þá hefðu 35 fiskar náðst á land og nánast öllum sleppt. „Það var að frysta og koma skarir, þetta var að verða hratt mjög erfitt, en við spóluðum bara í land og hættum“ sagði Gunnar. Meðal fiska í dag voru 85 cm, tveir 83 cm og einn 80 cm. Það er mikið af stórum fiski að fara niður núna,“ sagði Gunnar, en í gær fengu þeir tvo yfir 90 cm og nokkra um og yfir 80 cm…