Miðfjarðará: Sérstök viðbrögð skiluðu tíu löxum

Jóhann Birgisson með einn flottan.

Þrjár fyrstu vaktirnar í Miðfjarðará gáfu alls tíu laxa. Erfitt er umvik í Miðfjarðará vegna slæmra aðstæðna, en líflegri veiði en gengur og gerist þessa daganna má ef til vill rekja til sérstakra viðbragða leigutaka.

Laxarnir veiddust flestir í Austurá sem býr yfir meiri fjölda djúpra veiðistaða heldur en hinar árnar á svæðinu. Þá var ákveðið að stytta vaktir úr 6 klst í 4 til að draga úr álagi. Þá var dagskipunin örmsáar flugur og þegar búið var að reyna eina yfirferð í hverjum stað, var farið í þann næsta. Þetta skilaði sér í tíu laxa veiði yfir þrjár vaktir eins og fram kemur og kannski öðrum til eftirbreytni.