Svona augnablik eru svo gleðileg

Hvílík snilld, hvílík gleði!

Sturla Örlygsson sendi okkur myndir og frétt sem að VoV hefur sérstakan og einstakan áhuga á og gleði að birta, þegar ungir veiðimenn og konur lenda í stórræðum. Og hér kom Veiðikortið sögu, eins og svo oft áður þegar yngra fólkið á í hlut.

Flóki litli er hér að gera allt rétt, enda 8 punda ísaldarurriði go toga í 6 punda taum.
Fer líklega á grillið, ekki kvikasilfursmengaður eins og í Þingvallavatni….

Sturla segir: „Veiðikortið að gera sig. Kvöldstund við vestari bakka Úlfljótsvatns. Veiðimaður Flóki Hólm Viðarsson. 8 punda urriði tekinn á púpu með 6 punda taum.“ VoV segir til hamingju Flóki, velkominn í helgidóminn.