Vatnsá tók hressilega við sér!

Miðá er fínasta laxveiðiá.

Vatnsá litla stóð ekki undir í nær allt sumar, í þessu annars annálaða rigningarbæli, kom varla deigur dropi úr lofti svo vikum skipti og Vatnsá var nánast vatnslaus. Þeir laxar sem voru mættir fóru undir steina eða flúðu upp í vatn á meðan hinir sáu sinn kost vænstan að bíða undir jökulkápu Kerlingadalsár. En hvað rigningin getur breytt miklu.

Vatns fékk sem sagt langþráðan rigningarslurk í vikunni og þó fór allt af stað, fiskur kom ofan úr vatn, undan steinum og undan jökulkápu Karlunnar. Einn daginn var átta löxum landað og margir töpuðust. Það fréttist af átján laxa holli sem missti líka marga.  Ásgeir Arnar Ásmundsson, umsjónarmaður árinnar sagðist vera að hlera meiri tíðindi og frábært væri að áin væri að taka við sér, á sama tíma og margir viðskiptavinir hefðu lent í því sem kalla má „erfiðasta sumarið“ til þessa í Vatnsá, því eins og alþjóð veit, þá rignir að jafnaði óvíða meira en einmitt á þessum slóðum. En það stefnir í gott haust og er það vel. „En þetta er fljótt að breytast, þetta var grúppa sem var í átta daga og allir laxarnir veiddust á fjórum síðustu dögunum eftirað áin fékk rigninguna,“ sagði Ásgeir.