Bjarki Már, Blanda
Bjarki Már með tröllið, tilbúið til sleppingar, 97 cm og 20 pund.

Tuttugu pundararnir eru byrjaðir að tikka inn, sá fyrsti sem að við höfum frétt af kom úr Blöndu í dag. Kvarðinn góði stóðst þar ekki, því 97 cm tröll var vegið klár og slétt 10 kíló í háfnum. Fyrsti tuttugu pundari sumarsins, nema að einhver geti bent okkur á annann.

Það var Bjarki Már Jóhannsson sem setti í og landaði risanum. Við heyrðum í honum og hann sagði eftirfarandi: „Þetta var í Blöndu, Breiðunni að norðan. Laxinn var mældur 97cm og vigtaður í hafnum slétt 10 kg. Sem sagt 20 pund. Ég var með lítinn Sunray, notaði sökkenda 4 og laxinn tók alveg á brotinu þannig að hann lá ekki mjög djúpt. Það var frekar mikið vatn en hún var að droppa. Veiðin hefur verið góð frá opnun, góð miðað við árstima.  Náttúrulega alltaf vinna en maður setti í fisk á öllum vöktum svo þetta lítur vel út með framhaldið”