Norðurá
Slegist við einn í Konungsstreng í morgun. Mynd Heimir Óskarsson

Það var aldeilis handagangur í öskjunni í Norðurá þegar leið á morguninn og styttist í hlé. Alls var 11 löxum landað í það heila og átta til viðbótar rifu sig lausa. Allt var þetta stór og fallegur 2 ára lax.

 

Að sögn Einars Sigfússonar nú í hléinu var fiskur að sjást og taka víða um ána. Líflegast var á Eyrinni sem gaf fjóra, Stokkylsbrot þrjá, Brotið tvo og Konungsstrengur og Laugarkvörn einn hvor. Allt stór og vel haldinn fiskur, stærst 82 sentimetrar.