Harpa Hlín, Urriðafoss
Harpa Hlín hjá Iceland Outfitters með fallega hrygnu úr Urriðafossi í morgun.

Veiðimenn eru í fínum málum í Urriðafossi, en þar hefur verið furðu góð veiði miðað við hversu erfið skilyrðin hafa verið. Í gær komu þar tuttugu laxar á land og áin er verða skárri viðureignar eftir að dró úr endalausum haugrigningum.

Samkvæmt Hörpu hjá Iceland Outfitters, sem leigir Urriðagfosssvæðið, er „góður gangur“ í veiðinni, eins og hún orðaði það. Áin hefur verið að færast í skaplegra holl og lax augljóslega að ganga af krafti. Tuttugu í gær og um miðjan morgunin í morgun var búið að landa þremur og missa nokkra.

Þá má geta þess að tilraunasvæðið á öndverðum bakka, kennt við Þjórsártún, er farið að gefa laxa en þar eru spennandi tímar framundan, líkt og í Urriðafossi í fyrra þar sem nánast eingöngu hefur verið veitt með netum á þessum svæðum um árabil